Maður í annarlegu ástandi réðst á foreldra sína í fjölbýlishúsi í Breiðholti í gærkvöldi. Lögreglu barst tilkynning um atvikið í kringum miðnættið.
Farið var á staðinn og maðurinn handtekinn.
Hann verður vistaður í fangageymslu „meðan ástand hans lagast“ eins og segir í tilkynningu frá lögreglu.