Stefnt að því að yfirheyrslum yfir Matthíasi Mána ljúki fyrir áramót

Matthías Máni Erlingsson.
Matthías Máni Erlingsson.

Enn hefur ekki verið ákveðið hvenær yfirheyrslur yfir Matthíasi Mána Erlingssyni, sem strauk af fangelsinu að Litla-Hrauni hinn 17. desember, munu hefjast. Þó er stefnt að því að þeim verði lokið fyrir áramót.

Skoða þarf alla þætti málsins, til dæmis hvar hann hélt til á meðan á flóttanum stóð og hvernig hann náði í vopn og vistir.

Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Selfossi liggur ekki fyrir hvenær hægt verði að hefja yfirheyrslurnar og er það ekki síst vegna mikilla anna hjá lögreglu. Matthías fór huldu höfði í viku og er nú í einangrun þar sem hann verður í tvær vikur. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert