Gylfi Zoëga hlýtur heiðursverðlaun Ásusjóðs

Gylfi Zoëga prófessor við Háskóla Íslands
Gylfi Zoëga prófessor við Háskóla Íslands

Gylfi Zoëga, hag­fræðing­ur við Há­skóla Íslands hlaut í dag heiður­sverðlaun fyr­ir árið 2012 úr verðlauna­sjóði Ásu Guðmunds­dótt­ur Wright.

„Í aðdrag­anda og kjöl­far fjár­málakrepp­unn­ar árið 2008 varð mik­il umræða um gjald­miðils­mál, verðbólgu, vexti og áhrif geng­is á verðlag. Marg­ir er­lend­ir hag­fræðing­ar voru kallaðir til. En brátt kom í ljós að Ísland átti hæfa hag­fræðinga sem gátu leiðbeint ekki aðeins nem­end­um sín­um, held­ur bæði stjórn­völd­um og al­menn­ingi.

Síðan þá hef­ur Gylfi Zoëga gefið fjölda viðtala og veitt al­menn­ingi aðgengi­lega fræðslu um hag­fræðileg mál­efni.

Gylfi hef­ur meðal ann­ars fjallað um kosti og galla sjálf­stæðrar pen­inga­stefnu, vanda okk­ar gagn­vart spá­kaup­mönn­um á gjald­eyr­is­markaði, stöðu evr­unn­ar og vanda evru­ríkj­anna. Hann hef­ur lýst því hvernig inn­flæði er­lends láns­fjár or­sakaði góðæri ár­anna fyr­ir fjár­mála­áfallið árið 2008 og út­flæði þá kreppu sem hér hef­ur verið und­an­far­in ár.

Gylfi hef­ur fært rök að því að tak­marka þurfi kvik­ar fjár­magns­hreyf­ing­ar milli landa vegna þess að þær séu upp­spretta óstöðug­leika og einnig þurfi að tak­marka mögu­leika ein­stak­linga og fyr­ir­tækja til þess að taka lán í er­lend­um gjald­miðlum. Jafn­framt þurfi að draga úr áhættu­söm­um fjár­fest­ing­um viðskipta­banka. Hef­ur hann haldið því fram að sam­starf Íslands við Alþjóðagjald­eyr­is­sjóðinn hafi hjálpað land­inu úr ógöng­um. Sjóður­inn hafi gætt þess að heil­steyptri efna­hags­stefnu væri fylgt en slíka sam­hæf­ingu hafi löng­um skort,“ seg­ir í til­kynn­ingu frá stjórn Ásu­sjóðs.

Gylfi Zoëga er fædd­ur 14. fe­brú­ar 1963. For­eldr­ar hans eru Gunn­ar Geirs­son Zoëga og Hebba Her­berts­dótt­ir. Eig­in­kona Gylfa er Marta Guðrún Skúla­dótt­ir og eiga þau þríbura syni.

Í ný­legri grein sinni „Mar­ket Forces and the Cont­in­ent‘s Growth problem“ dreg­ur Gylfi þá álykt­un að fram­halds mennt­un, sveigj­an­leiki vinnu­markaðar og vel þroskaður hluta­bréfa­markaður virðist stuðla best að auk­inni fram­leiðni.

Gylfi hef­ur ný­lega birt grein­ina „A Spend­ing Spree“ í bók­inni Prelu­des to the Icelandic Fin­ancial Cris­is. Þar fjall­ar hann um hve ein­stakt það var að hlut­falls­lega stór­ir bank­ar voru myndaðir í landi þar sem lít­il hefð var fyr­ir nú­tíma banka­starf­semi.

Þar legg­ur hann til að í framtíðinni þegar horft er til baka væri Íslend­ing­um hollt að hlýða boðskap Há­va­mála.

Verðlaun úr sjóði Ásu Guðmunds­dótt­ur Wright eru veitt ís­lensk­um vís­inda­manni, sem náð hef­ur framúrsk­ar­andi ár­angri á sér­sviði sínu í vís­ind­um eða fræðum og miðlað þekk­ingu sinni til fram­fara í ís­lensku þjóðfé­lagi.

„Gylfi Zoëga pró­fess­or á að baki glæst­an fer­il sem vís­indamaður á sviði hag­fræði og hann hef­ur jafn­framt sýnt frá­bær­an dugnað í að koma niður­stöðum rann­sókna sinna á fram­færi til al­menn­ings. Fyr­ir það hlýt­ur hann Ásu­verðlaun Vís­inda­fé­lags Íslend­inga fyr­ir árið 2012,“ seg­ir enn frem­ur í til­kynn­ingu.

Verðlauna­sjóður Ásu Guðmunds­dótt­ur Wright, Ásu­sjóður var stofnaður á hálfr­ar ald­ar af­mæli Vís­inda­fé­lags Íslend­inga árið 1968. Sjóðinn stofnaði Ása til minn­ing­ar um eig­in­mann sinn, ætt­ingja og aðra vensla­menn.

Ása Guðmunds­dótt­ir Wright fædd­ist á Íslandi árið 1892. Kynnt­ist hún ensk­um manni, lög­mann­in­um dr. Henry Newcomb Wright sem hún gekk að eiga.

Ása og eig­inmaður henn­ar, sett­ust að á Trini­dad í Vest­ur-Indí­um í lok síðari heims­styrj­ald­ar­inn­ar, en eyj­an var þá bresk ný­lenda. Þar áttu þau og ráku plantekru sem síðar var friðlýst vegna stór­brot­inn­ar nátt­úru og sér­stæðs fugla­lífs og heit­ir nú Asa Wright Nature Centre.

Þegar Ása seldi búg­arðinn sá hún um að and­virði eign­ar­inn­ar yrði meðal ann­ars varið til stofn­un­ar þessa verðlauna­sjóðs í tengsl­um við Vís­inda­fé­lag Íslend­inga, sem und­an­far­in 44 ár hef­ur veitt viður­kenn­ingu Íslend­ingi, sem unnið hef­ur veiga­mikið vís­inda­legt af­rek á Íslandi eða fyr­ir Ísland.

Eru nú í stjórn sjóðsins þeir; Pró­fess­or Svein­björn Björns­son; Pró­fess­or Þrá­inn Eggerts­son og Sigrún Ása Sturlu­dótt­ir, M.Sc., sem er stjórn­ar­formaður. Holl­vin­ir sjóðsins eru Alcoa Fjarðaál og HB Grandi.

Verðlaun­in eru heiðurs­skjal og silf­ur­pen­ing­ur með lág­mynd Ásu og merki Vís­inda­fé­lags Íslend­inga, nafn þiggj­anda og ár­tal er grafið í jaðar­inn og fylg­ir í ár þriggja millj­ón króna pen­inga­gjöf.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert