Spá ofsaveðri og stórhríð

 Búist er við stormi víða vestantil á landinu síðar í dag og víða um land í nótt og á morgun. Spáð er norðanstormi eða -ofsaveðri á morgun, laugardag, hvassast vestantil og stórhríð á norðanverðu landinu. Einnig er bent á að stórstreymt er á sunnudag, samfara óvenjulágum loftþrýstingi.

Næsta sólarhringinn spáir Veðurstofan suðaustan 8-13 m/s og skúrir eða slydduél, en norðaustan 13-18 og snjókoma norðvestantil. Austlæg átt eftir hádegi, 13-23, hvassast norðvestantil og slydda eða snjókoma með köflum, en rigning syðst- og austast. Gengur í norðaustan 20-25 á Vestfjörðum í kvöld. Norðan 20-30 og snjókoma vestasnlands í nótt og á morgun, hvassast á Vestfjörðum. Hiti víða 0 til 5 stig, en kólnar talsvert vestantil á morgun.

En er í gildi hættustig vegna snjóflóða á Ísafirði. Þá er enn í gildi óvissustig vegna snjóflóða á sunnanverðum og norðanverðum Vestfjörðum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert