Utanríkisráðherra í hlutverki loddara

Hjörleifur Guttormsson
Hjörleifur Guttormsson

„Þeir sem lagt hafa hlustir við orðræðum Össurar Skarphéðinssonar utanríkisráðherra að ndanförnu gera sér ljóst að þar er á ferðinni maður sem varla getur ætlast til að vera tekinn alvarlega“ segir Hjörleifur Guttormsson, náttúrufræðingur, í grein í Morgunblaðinu í dag.

Það sem meira er, segir Hjörleifur, þar rausar ráðherra sem er í slíku ójafnvægi þegar kemur að afdrifaríkasta máli sem hann fer með þessi árin, aðildarumsókninni að ESB, að háskalegt verður að teljast.

Í grein sinni segir Hjörleifur m.a.: „Allt frá stofnun Samfylkingarinnar fyrir síðustu aldamót hefur blasað við að þar er á ferðinni flokkur þar sem eitt meginmarkmið ræður för: Að koma Íslandi inn í Evrópusambandið. Þetta stefnumið tók Samfylkingin í arf frá Alþýðuflokknum og undir það beygðu sig þá ýmsir einstaklingar úr Alþýðubandalagi og fyrrverandi Kvennalista.“

Lokaorð Hjörleifs eru þessi: „Forysta VG hefur hingað til ekki viljað horfast í augu við þá augljósu stöðu og látið sem „þjóðin“ leysi hana undan að bera pólitíska ábyrgð á hugsanlegum samningi. Á slíkt mun hins vegar ekki reyna úr þessu. Taki Alþingi ekki af skarið fyrir kosningar og bindi enda á yfirstandandi loddaraleik með fjöregg lands og þjóðar, blasir það verkefni við nýju Alþingi og ríkisstjórn að kosningum loknum.“

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert