Útlit fyrir töluvert svifryk á nýársnótt

Svifryk (PM10) fór átta sinn­um yfir sól­ar­hring­heilsu­vernd­ar­mörk árið 2012. Núna er bú­ist við hæg­um vindi og þurrviðri í Reykja­vík á ára­mót­um og því eru lík­ur á tölu­verðri svifryks­meng­un á ný­ársnótt, að sögn Önnu Rósu Böðvars­dótt­ur heil­brigðis­full­trúa hjá Heil­brigðis­eft­ir­liti Reykja­vík­ur.

Styrk­ur svifryks í Reykja­vík var 61 míkró­grömm á rúm­metra á ný­ársnótt 2012. Styrk­ur­inn var und­ir mörk­um árið 2011 en 225 míkró­grömm á rúm­metra árið 2010. Heilsu­vernd­ar­mörk­in á sól­ar­hring eru 50, að því er seg­ir í til­kynn­ingu frá Reykja­vík­ur­borg.

„Hávaði vegna flug­elda verður oft feiki­lega mik­ill. For­eldr­ar ættu að gæta að börn­um sín­um því þau eru viðkvæm­ari en full­orðnir fyr­ir hávaða og gælu­dýra­eig­end­ur að dýr­um sín­um. Sum dýr geta orðið skelf­ingu lost­in þegar flug­elda­kök­ur eru sprengd­ar í húsa­göt­um borg­ar­inn­ar. Æskilegra er að safn­ast sam­an fjarri hús­um og sprengja á opn­um svæðum. Fólk sem er viðkvæmt fyr­ir svifryki og hávaða ætti að vera inni þegar mest geng­ur á um miðnætti og loka glugg­um,“ seg­ir í til­kynn­ingu frá um­hverf­is- og skipu­lags­sviði Reykja­vík­ur­borg­ar.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert