Rafmagn skammtað á Ísafirði

Frá Ísafirði í dag þegar allt var rafmagnslaust
Frá Ísafirði í dag þegar allt var rafmagnslaust Ljósmynd : Lára Ósk Óskarsdóttir

Enn er önnur varaflsvélin biluð á Ísafirði og er unnið að viðgerð. Hin vélin sér hluta bæjarins fyrir rafmagni með aðstoð tveggja vatnsaflsvirkjana. Rafmagni er skammtað eins og hægt er, samkvæmt upplýsingum frá Orkubúi Vestfjarða.

Bilun er í spennistöð Móholti í Holtahverfi og ekki hefur tekist að koma rafmagni á hana og spennistöðvar tengdar henni.

Varaflsvélar eru í gangi í Bolungarvík sem sjá Hnífsdal einnig fyrir rafmagni. Varaaflsvélar eru einnig keyrðar í Súðavík, Suðureyri, Flateyri, Patreksfirði og á Bíldudal. Barðastrandarlína er biluð og er því ekki rafmagn á bæjum þar í kring. Bilun er einnig á sveitalínu í Dýrafirði. Ekki hefur verið hægt að koma rafmagni á sveitir í Önundarfirði.

Tálknafjarðarlína, Breiðadalslína 1 og Mjólkárlína 1 sem eru í eigu Landsnets eru bilaðar og því er ekki hægt að koma rafmagni frá Mjólkárvirkjun.

Orkubú Vestfjarða
Orkubú Vestfjarða mbl.is/Halldór Sveinbjörnsson
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert