Ríkisráð Íslands hefur verið kvatt saman á Bessastöðum mánudaginn 31. desember 2012, gamlársdag, kl. 10.00.
Ekki kemur fram í tilkynningu frá forsætisráðuneytinu hvers vegna ríkisráð Íslands, það er forseti lýðveldisins og ríkisstjórn Íslands, er kvatt saman.
Í fyrra á gamlársdag var einnig ríkisráðsfundur en þá voru gerðar breytingar á ríkisstjórn, Árni Páll Árnason og Jón Bjarnason fóru úr ríkisstjórn og Oddný Harðardóttir kom ný inn.
Í október var ríkisráð einnig kvatt saman en þá hætti Oddný í ríkisstjórninni en Katrín Júlíusdóttir kom aftur til starfa eftir fæðingarorlof.