SÍ skoðar að leyfa greiðslu gjaldeyris

Seðlabanki Íslands
Seðlabanki Íslands mbl.is/Ernir

Slitastjórn Sparisjóðabankans, Eignasafns Seðlabanka Íslands og kröfuhafar Sparisjóðabankans hafa gert með sér rammasamkomulag um að ljúka ágreiningi um kröfur Eignasafns SÍ í þrotabúið með nauðasamningi.

Að sögn Tómasar Jónssonar, formanns slitastjórnar Sparisjóðabankans hf., eða SPB hf. eins og hann heitir nú, felst í rammasamkomulaginu að útgreiðsla gjaldeyris gæti numið um 14 milljörðum króna, ef kröfuhafar velja þann kost.

Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins sætir það tíðindum, enda hefur Seðlabankinn lagst gegn þeirri leið vegna þrotabúa Glitnis og Kaupþings. Í Morgunblaðinu í dag segir, að málið gæti því haft fordæmisgildi.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert