Vilborgu Örnu Gissurardóttur, sem stefnir á suðurpólinn, miðaði vel gangan í dag og gekk 30 km á gönguskíðunum í dag en vökvaskortur háði henni í gær og því var hvíldardagur þá.
Í pistli sem hún ritar í dag á vefinn Lífsspor kemur fram að hún hafi velt fyrir sér áramótaheitum og númer eitt hjá henni nú um þessi áramót verði að eyða meiri tíma með vinum og fjölskyldu. Enda hafi hún verið mikið í burtu en í dag er 42. dagur hennar á ferðalagi sem miðar að því að fara ein á suðurpólinn án utanaðkomandi aðstoðar.