Bjargað í tvígang á Polo

Volkswagen Polo
Volkswagen Polo Af vef Wikipedia

Björgunarsveitarmenn frá Akureyri þurftu í tvígang í gær að koma ökumanni Volkswagen Polo bifreiðar til aðstoðar þar sem hann sat pikkfastur í Bakkaselsbrekkunni á Öxnadalsheiði.

Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Akureyri fóru björgunarsveitarmenn í gærmorgun upp á Öxnadalsheiði til þess að aðstoða nokkra ökumenn sem sátu fastir uppi á heiðinni, sumir frá því um nóttina. Meðal þeirra var Pólverji á Polo-bifreið sem seint verður talin til fjallabíla.

Það var síðan um undir kvöldmat í gær að haft var samband við lögreglu á Akureyri og hún látin vita að sama bifreið sæti föst í Bakkaselsbrekkunni en brekkan var algjörlega ófær öllum bifreiðum í gær. Voru björgunarsveitarmenn því fengnir til þess að koma manninum til bjargar aftur en greinilegt var að honum lá á að komast suður. Væntanlega kemst hann leiðar sinnar í dag þegar búið verður að ryðja heiðina sem enn var ófær fyrir skömmu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert