„Ekki hægt að endurtaka 2007“

Þór Saari, þingmaður Hreyfingarinnar.
Þór Saari, þingmaður Hreyfingarinnar. mbl.is/Ómar Óskarsson

Þór Saari, þingmaður Hreyfingarinnar, fjallar um áramótaþátt Stöðvar 2, Kryddsíldina, í pistli á vef sínum í gær. Þátturinn var tekinn upp á Hótel Borg í gær og segir þingmaðurinn að 2007 bragur hafi verið á þættinum. „Það er ekki hægt að endurtaka 2007 hversu mikil sem þráin er,“ skrifar Þór.

„Kryddsíld Stöðvar 2 var tekin upp fyrr í dag (29. des.) á Hótel Borg í einhvers konar þykjustu gamlársdags-stemningarsetti með ýlum og höttum og bjór og ákavíti og mat. Sama úrkynjaða og úrelta umhverfið og umræðan sem leiddi til þess að almenningur tók Kryddsíldina úr sambandi á gamlársdag 2008. Sponsorinn var sennilega enn einu sinn Ríó Tintó Alcan, þó það hafi ekki fengist staðfest.

Stjórnendurnir þau Kristján Már Unnarsson og Lóa Pind Aldísardóttir gerðu sitt besta og stóðu sig ágætlega sem stjórnendur en hvorki þau né Stöð 2 virðast gera sér grein fyrir að það er ekki hægt að endurtaka 2007 hversu mikil sem þráin er. Umræðurnar féllu í sama gamla fjórflokkahjólfarið á fyrstu mínútunni og staðfestu það að Fjórflokkurinn mun ekki og getur ekki nokkru breytt,“ segir í pistli Þórs hér.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert