„Ekki hægt að endurtaka 2007“

Þór Saari, þingmaður Hreyfingarinnar.
Þór Saari, þingmaður Hreyfingarinnar. mbl.is/Ómar Óskarsson

Þór Sa­ari, þingmaður Hreyf­ing­ar­inn­ar, fjall­ar um ára­mótaþátt Stöðvar 2, Kryddsíld­ina, í pistli á vef sín­um í gær. Þátt­ur­inn var tek­inn upp á Hót­el Borg í gær og seg­ir þingmaður­inn að 2007 brag­ur hafi verið á þætt­in­um. „Það er ekki hægt að end­ur­taka 2007 hversu mik­il sem þráin er,“ skrif­ar Þór.

„Kryddsíld Stöðvar 2 var tek­in upp fyrr í dag (29. des.) á Hót­el Borg í ein­hvers kon­ar þykj­ustu gaml­árs­dags-stemn­ing­ar­setti með ýlum og hött­um og bjór og áka­víti og mat. Sama úr­kynjaða og úr­elta um­hverfið og umræðan sem leiddi til þess að al­menn­ing­ur tók Kryddsíld­ina úr sam­bandi á gaml­árs­dag 2008. Sponsor­inn var senni­lega enn einu sinn Ríó Tintó Alcan, þó það hafi ekki feng­ist staðfest.

Stjórn­end­urn­ir þau Kristján Már Unn­ars­son og Lóa Pind Al­dís­ar­dótt­ir gerðu sitt besta og stóðu sig ágæt­lega sem stjórn­end­ur en hvorki þau né Stöð 2 virðast gera sér grein fyr­ir að það er ekki hægt að end­ur­taka 2007 hversu mik­il sem þráin er. Umræðurn­ar féllu í sama gamla fjór­flokka­hjólfarið á fyrstu mín­út­unni og staðfestu það að Fjór­flokk­ur­inn mun ekki og get­ur ekki nokkru breytt,“ seg­ir í pistli Þórs hér.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert