Enn rýming í gildi á 15 stöðum

Gríðarlegur snjór hefur fallið á Ísafirði.
Gríðarlegur snjór hefur fallið á Ísafirði. mbl.is/Sigurjón J. Sigurðsson

Rýming er enn í gildi á fimmtán stöðum, það þýðir að hvert bæjarfélag er talið sem einn staður og hver sveitabær sem einn staður, á Vestfjörðum að sögn lögreglunnar á Ísafirði. Almannavarnir munu funda um stöðuna klukkan ellefu og þar verður tekin ákvörðun um framhaldið.

Það er enn leiðinlegt veður á Ísafirði, töluverður skafrenningur og ofankoma. Samt sem áður ekkert í líkingu við það sem var í gær. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu hefur allt gengið vel í nótt og ekkert stórvægilegt komið upp á enda fáir sem engir á ferli.

Rafmagn byrjaði að koma á aftur um kvöldmatarleytið í gær og er nú komið á nánast allan bæinn á Ísafirði.

Enn er snjóflóðahætta víða á Vestfjörðum og nánast allir vegir ófærir.

Ekkert hefur verið flogið til Ísafjarðar að undanförnu en athuga á með flug þangað á hádegi. Von er á upplýsingum um flug þangað klukkan 10.30. Annað flug Flugfélags Íslands er á áætlun.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert