Börnin frá Kjóastöðum fagna 974 ára afmæli sínu

Systkinin frá Kjóastöðum hafa hist síðustu 20 árin helgina í …
Systkinin frá Kjóastöðum hafa hist síðustu 20 árin helgina í kringum 19. júní, en sá dagur er brúðkaupsdagur foreldra þeirra. mbl.is/Þórlaug Bjarnadóttir

Engin systkini eru eins gömul samanlagt og börn hjónanna Jónasar Ólafssonar og Sigríðar Gústafsdóttur frá Kjóastöðum í Biskupstungum, enda eru þau hvorki meira né minna en sextán talsins.

Þriðja elsta systkinið, Ólafur, er sjötugur í dag, og er heildaraldur systkinanna því nú heil 974 ár. Endist þeim aldur til geta þau náð þúsund ára aldri samtals í september árið 2014.

Í umfjöllun um fjölskylduna í Morgunblaðinu í dag kemur rfam, að afkomendur hjónanna á Kjóastöðum eru nú komnir á annað hundraðið en það 160. fæðist í febrúar. Þeirra á meðal eru tvö barnabarnabarnabörn.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert