Guðfríður Lilja hættir um áramótin

Guðfríður Lilja Grétarsdóttir, þingmaður VG.
Guðfríður Lilja Grétarsdóttir, þingmaður VG. mbl.is/Ómar Óskarsson

Guðfríður Lilja Grét­ars­dótt­ir, þingmaður Vinstri­hreyf­ing­ar­inn­ar - græns fram­boðs, hef­ur ákveðið að láta af þing­mennsku um ára­mót­in og tek­ur Ólaf­ur Þór Gunn­ars­son, varaþingmaður, við sæti henn­ar á Alþingi fram að þing­kosn­ing­um í vor.

Þetta kem­ur fram í frétta­til­kynn­ingu frá Guðfríði Lilju en þar seg­ir enn­frem­ur að hún hafi sagt form­lega af sér þing­mennsku um há­deg­is­bilið í dag með bréfi til for­seta Alþing­is um leið og hún hafi óskað þing­heimi öll­um heilla á nýju ári. Hún hafði áður lýst því yfir að hún sækt­ist ekki eft­ir end­ur­kjöri eft­ir kosn­ing­arn­ar í vor og gaf ekki kost á sér í próf­kjör­um VG vegna þeirra.

Eins og fram kem­ur í til­kynn­ing­unni hef­ur Guðfríður Lilja verið formaður um­hverf­is- og sam­göngu­nefnd­ar Alþing­is frá því haustið 2011 en áður var hún formaður þing­flokks VG og formaður fé­lags- og trygg­inga­mála­nefnd­ar Alþing­is. Þá hef­ur hún Hún enn­frem­ur átt sæti í ut­an­rík­is­mála­nefnd þings­ins og alls­herj­ar- og mennta­mála­nefnd þess.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert