Hefðbundinn fundur ríkisráðs

Steingrímur J. Sigfússon, atvinnuvega- og nýsköpunarráðherra, fyrir fund ríkisráðs í …
Steingrímur J. Sigfússon, atvinnuvega- og nýsköpunarráðherra, fyrir fund ríkisráðs í morgun. mbl.is/Ómar

Fundi ríkisráðs sem hófst á Bessastöðum klukkan tíu í morgun er nú lokið samkvæmt tilkynningu frá forsætisráðuneytinu, en ráðið mynda ráðherrar ríkisstjórnarinnar og forseti Íslands.

Fram kemur í tilkynningunni að á fundinum hafi verið endurstaðfestar ýmsar afgreiðslur sem fram höfðu farið utan ríkisráðsfundar en slíkir fundir eru gjarnan nýttir til þess.

Eins og mbl.is fjallaði um í morgun hefur þó stundum dregið til tíðinda á fundum ríkisráðs á gamlársdag. Það mun þó ekki hafa verið raunin að þessu sinni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert