Ólík sýn á þróun þjóðmála

mbl.is/Kristinn

„Hagvaxtarhorfur hér á landi eru bjartari en meðal annarra iðnvæddra ríkja,“ skrifar Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra í áramótagrein í Morgunblaðinu í dag.

Steingrímur J. Sigfússon atvinnuvegaráðherra ritar einnig grein og skrifar að ríkisstjórninni hafi tekist það ætlunarverk sitt að endurreisa Ísland eftir hrunið. „Meginmarkmiðið hefur tekist, Ísland er á réttri leið,“ skrifar hann.

Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, skrifar hins vegar að „stór orð en litlar efndir [hafi] verið stef ríkisstjórnarinnar allt þetta kjörtímabil“. Í vor verði kosið um hvort „haldið skuli áfram á braut skattahækkana og afturhalds“, eða hvort sótt skuli „fram í krafti athafnafrelsis“.

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, gagnrýnir ríkisstjórnina einnig. Mistök undanfarin ár hafi verið dýr.

Margrét Tryggvadóttir, formaður þingflokks Hreyfingarinnar, segir brýnt að „skapa réttlátt samfélag þar sem allir sitja við sama borð“.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert