Bíllinn er algerlega ónýtur

Það var ófögur sjón sem blasti við íbúum í Arahólum í morgun en snjór hafði fallið ofan af þaki blokkarinnar sem er sjö hæða með þeim afleiðingum að um tíu bílar stórskemmdust. Kristinn Eiðsson, íbúi í Arahólum 4, segir bíl sinn vera gjörónýtan þar sem þakið og framrúðan féllu saman.

Þegar mbl leit á aðstæður í dag var lögreglan að meta tjónið og áttu þeir sem voru á ferli fyrir framan húsið oft fótum sínum fjör að launa þar sem snjór og klaki steyptist fram af húsinu en snjórinn er blautur og þungur eftir rigninguna síðastliðinn sólarhring. 

Að sögn sumra íbúa hafa svipaðar aðstæður komið upp áður og snjór hefur fallið fram af þakinu svo að tjón hefur hlotist af án þess þó að fólki hafi orðið meint af. Bíleigendurnir bíða þess nú að tjónið verði metið af tryggingarfélögum þeirra en þeir töldu líklegt að húseigendatrygging eigi að bæta tjónið. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert