Björt framtíð eykur fylgi sitt

Guðmundur Steingrímsson, formaður Bjartrar framtíðar.
Guðmundur Steingrímsson, formaður Bjartrar framtíðar. mbl.is/Ómar

Vinstrihreyfingin - grænt framboð er með 9,1% fylgi samkvæmt nýjum þjóðarpúlsi Capacent Gallup en flokkurinn hefur ekki mælst með minna fylgi síðan í september 2003 samkvæmt frétt Ríkisútvarpsins. Hinn ríkisstjórnarflokkurinn, Samfylkingin, mælist með 19,1%.

Björt framtíð mælist nú með 12,3% fylgi og heldur samkvæmt því áfram að auka fylgi sitt en fyrir mánuði mældist flokkurinn með 8% fylgi. Fram kemur í fréttinni að Björt framtíð virðist taka fylgi frá stjórnarflokkunum.

Þá er Sjálfstæðisflokkurinn með 36,3% fylgi og Framsóknarflokkurinn með 13,1%. Dögun mælist hins vegar með 3%, Píratar með 2,5% og Samstaða 1,3%.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert