Hætta að skanna alla skó

Frá vegabréfaeftirlitinu í Leifsstöð.
Frá vegabréfaeftirlitinu í Leifsstöð.

Nú þurfa ekki leng­ur all­ir farþegar á Kefla­vík­ur­flug­velli að fara úr skóm við vopna­leit líkt og tíðkast hef­ur um ára­bil, seg­ir í frétt á vef Túrista.is sem hef­ur fjallað reglu­lega um málið und­an­farna mánuði.

Eft­ir­lit með fóta­búnaði flug­f­arþega hér á landi hef­ur verið óvenju strangt en nú verður tekið upp sams­kon­ar kerfi og þekk­ist í ná­granna­lönd­un­um.

Í kjöl­far um­fjöll­un­ar Túrista gaf Ögmund­ur Jónas­son, inn­an­rík­is­ráðherra, það út að regl­urn­ar hér á landi yrðu end­ur­skoðaðar. Niðurstaðan ligg­ur nú fyr­ir því sam­kvæmt nýju svari Isa­via, rekst­araðila flug­vall­ar­ins, til Túrista þá verður hér eft­ir hætt að skoða skó allra farþega og slembiúr­tak látið duga.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka