Hætta að skanna alla skó

Frá vegabréfaeftirlitinu í Leifsstöð.
Frá vegabréfaeftirlitinu í Leifsstöð.

Nú þurfa ekki lengur allir farþegar á Keflavíkurflugvelli að fara úr skóm við vopnaleit líkt og tíðkast hefur um árabil, segir í frétt á vef Túrista.is sem hefur fjallað reglulega um málið undanfarna mánuði.

Eftirlit með fótabúnaði flugfarþega hér á landi hefur verið óvenju strangt en nú verður tekið upp samskonar kerfi og þekkist í nágrannalöndunum.

Í kjölfar umfjöllunar Túrista gaf Ögmundur Jónasson, innanríkisráðherra, það út að reglurnar hér á landi yrðu endurskoðaðar. Niðurstaðan liggur nú fyrir því samkvæmt nýju svari Isavia, rekstaraðila flugvallarins, til Túrista þá verður hér eftir hætt að skoða skó allra farþega og slembiúrtak látið duga.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert