Ísland einn af áfangastöðum ársins 2013

Á göngu um Þórsmörk.
Á göngu um Þórsmörk. mbl.is/Árni Sæberg

Í upphafi hvers árs velta margir því fyrir sér hvernig næra megi huga og líkama sem best og hvert sé best að ferðast það árið. Í hinni gríðarvinsælu ferðahandbók Lonely Planet er mælt með Íslandi sem einum af 10 bestu áfangastöðum ársins 2013. Listinn var gefinn út í september en ferðasíður hafa í dag birt hann enda nú rétti tímapunkturinn til að huga að sumarfríinu.

Lonely Planet mælir með Íslandi til að fara ótroðnar slóðir og til að fá sem mest fyrir peninginn. Í umfjöllun um landið segir að allir sem þangað komi hrífist af landi og þjóð og óvenjulegu landslaginu. Sérstaklega er talað um hvað gengið sé hagstætt.

Aðrir staðir sem rata á lista Lonely Planet yfir áfangastaði ársins eru Sri Lanka, Svartfjallaland, Suður-Kórea, Ekvador, Slóvakía, Salomon-eyjur, Tyrkland, Madagaskar og Dómíníska lýðveldið sem sagt er vera „næsti aðalstaðurinn.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert