„Aldrei lent í svona hálku“

Frá vettvangi óhappsins í dag.
Frá vettvangi óhappsins í dag. Ljósmynd/Ragnheiður Elín Árnadóttir

„Ég hef keyrt þessa leið ótal sinnum og í alls konar færð en aldrei lent í svona hálku. Athygli mín var í framhaldinu vakin á bágbornum hálkuvörnum á þessum slóðum,“ segir Ragnheiður Elín Árnadóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, og bætir því við að hún þurfi að kanna það mál.

Eins og mbl.is sagði frá lenti Ragnheiður Elín í umferðaróhappi í dag þegar hún missti stjórn á jeppabifreið á vegi í Suðursveit með þeim afleiðingum að bifreiðin hringsnerist og hafnaði síðan utan vegar. Tveir voru með henni í bifreiðinni þegar óhappið varð. Betur fór þó en á horfðist. Engan sakaði og bifreiðin er óskemmd.

„Það kom bara eins og skrattinn úr sauðaleggnum, að á marauðum vegi var allt í einu komið gler,“ sagði Ragnheiður í samtali við mbl.is í dag.

Ragnheiður Elín Árnadóttir, alþingismaður.
Ragnheiður Elín Árnadóttir, alþingismaður. mbl.is
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert