„Engin tifandi tímasprengja hér“

Eldgos á Fimmvörðuhálsi árið 2010.
Eldgos á Fimmvörðuhálsi árið 2010. mbl.is/RAX

„Þetta er bara tóm vit­leysa,“ seg­ir Páll Ein­ars­son jarðeðlis­fræðing­ur spurður út í um­fjöll­un New York Times um tvo heim­ild­arþætti, sem sýnd­ir voru á PBS sjón­varps­stöðinni í gær, þar sem fjallað er um ís­lensk eld­fjöll. Þar kom fram að Ísland væri í raun eins og tif­andi tímasprengja sem gæti sprungið í loft upp hvenær sem er.

„Það er eng­in tif­andi tímasprengja hér. Þetta er ódýr­asta sort af has­ar­blaðamennsku,“ seg­ir Páll enn­frem­ur í sam­tali við mbl.is.

„Við meg­um passa okk­ur á að vera ekki að éta upp vit­leys­una eft­ir út­lend­ing­um sem lítið þekkja til,“ seg­ir Páll. Marg­ir út­lend­ing­ar frétti aðeins af eld­gos­um þegar um ein­hverj­ar stór­ham­far­ir sé um að ræða. „Þess vegna halda þeir að öll eld­gos séu stór­ham­far­ir. En þetta vit­um við bet­ur.“

Þá seg­ir Páll að Íslend­ing­ar búi í eld­fjalla­landi og það sé ekk­ert hræðilegt við það. Hér verði eld­gos á um það bil tveggja til þriggja ára fresti að meðaltali. „Flest þeirra eru lít­il og sauðmein­laus og ekki neitt að ótt­ast með það,“ seg­ir Páll og bæt­ir við að menn viti ekki um nein­ar tif­andi tímasprengj­ur hér.

Tóku þátt á fölsk­um for­send­um

Páll seg­ir að ís­lensk­ir starfs­bræður sín­ir hafi tekið þátt í gerð ann­ars þátt­ar­ins „Fé­lög­um mín­um brá dá­lítið illi­lega í brún þegar þeir sáu titil­inn á þætt­in­um sem þeir tóku þátt í. Þeir hefðu aldrei tekið þátt í þessu hefðu þeir vitað hver titil­inn átti að verða,“ seg­ir Páll, en um er að ræða þátt sem heit­ir Nova - Dooms­day Volcanoes. „Það er al­veg skelfi­leg blaðamennska að setja svo­leiðis titil á svona þátt. Það ger­ir eng­um gagn.“

Menn verði ein­fald­lega að passa sig á því að svona lagað komi ekki í bakið á mönn­um, þ.e. að menn fari að vantreysta því sem ís­lensk­ir vís­inda­menn segi. „Menn eru nú ennþá svo­lítið í því að trúa því kannski bet­ur sem út­lend­ing­ar segja held­ur en því sem Íslend­ing­ar segja.“

Hekla enn að þenj­ast út og Katla alltaf jafn óró­leg

Aðspurður seg­ir Páll að alltaf sé fylgst vel og skil­merki­lega með ís­lensk­um eld­stöðvum. Hvað þær varði þá sé ekk­ert nýtt að frétta en sömu svæði séu þó ávallt und­ir smá­sjánni frek­ar en önn­ur. „Hekla er að þenj­ast út og er búin gera það síðan 2000. Það stefn­ir nú í gos, en hvenær það verður veit eng­inn,“ seg­ir Páll.

Þá seg­ir hann að Katla sé enn jafn óró­leg og hún hafi verið und­an­farna fjóra ára­tugi. „Hún bylt­ir sér stöðugt. Hún er stór­hættu­legt eld­fjall og það höf­um við alltaf vitað,“ seg­ir hann.

Þá er fylgst grannt með hreyf­ing­um í námunda við Öskju og í Krýsu­vík. „Það er ekk­ert nýtt bein­lín­is síðan á síðasta ári með þetta.“

Auk­inn áhugi í kjöl­far goss­ins í Eyja­fjalla­jökli

Aðspurður seg­ir Páll áhugi er­lendra vís­inda­manna á að stunda rann­sókn­ir á ís­lensk­um eld­fjöll­um hafi auk­ist mikið í kjöl­far goss­ins í Eyja­fjalla­jökli árið 2010. „Það hristi mjög upp í fólki og bend­ir á að það geta hlut­ir gerst þó að þeir séu ekk­ert sér­stak­lega lík­leg­ar, þá geta þeir samt gerst.“

Ástæðan fyr­ir áhug­an­um teng­ist helst þeirri rösk­um sem varð á flug­sam­göng­um vegna goss­ins. Páll bend­ir á að gosi í Eyja­fjalla­jökli hafi ekki verið stórt. „En það var sam­safn af aðstæðum sem ollu því að það raskaði meira held­ur en það hefði átt að gera. Það var margt sem spilaði sam­an. Síðan kom miklu stærra gos ári seinna í Grím­svötn­um - svona rétt til að sýna okk­ur að ekki þurfa öll gos að vera hættu­leg. Þótt að það ylli vissu­lega tjóni aust­ur í Skafta­fells­sýsl­um þá olli það ekki nein­um trufl­un­um á flug­sam­göng­um eða neinu slíku,“ seg­ir Páll og bæt­ir við að það sé ágætt að benda út­lend­ing­um á að það sé ekki ein­vörðungu stærð eld­gosa sem ráða því hversu mik­il áhrif­in verða.

Páll seg­ist ekki hafa orðið var við að skil­in­ing­ur manna á aðstæðum hér á landi hafi auk­ist en áhug­inn sé vissu­lega til staðar. Það sé breyt­ing frá því sam var. „Mjög já­kvæð þróun í raun og veru sem kom út úr þessu Eyja­fjalla­jök­uls­gosi. Menn áttuðu sig á því að það var þarna ým­is­legt sem var hægt að rann­saka til að finna út og minnka þessi áhrif af gos­un­um,“ seg­ir Páll.

Vont þegar fjöl­miðlar dreifa rang­hug­mynd­um

Hvað varðar heim­ild­arþætt­ina og frétt New York Times, seg­ir Páll að það sé ekki gott ef fjöl­miðlar séu að dreifa rang­hug­mynd­um til fólks. „Leiðin til að lifa með svona hætt­um er í fysta lagi að rann­saka þetta og efla al­menna þekk­ingu á því. Og þessi frétt ger­ir það senni­lega ekki.“

Páll vill láta það liggja á milli hluta hvort um­fjöll­un þátt­anna og New York Times sé góð land­kynn­ing eður ei. Hann bend­ir á að gosið í Eyja­fjalla­jökli hafi verið gríðarleg land­kynn­ing og fólk bæði viti meira og hafi meira áhuga á landi og þjóð. „Þessi aukn­ing á ferðamanna­straumi hingað hún er fyrst og fremst vegna eld­goss­ins,“ seg­ir Páll.

Hann seg­ir að víða ann­ars staðar í heim­in­um sé að finna mun hættu­legri eld­fjalla­svæði. „Það eru nú staðir þar sem ég myndi ekki vilja vera eld­fjalla­fræðing­ur, satt að segja. Vegna þess hve hætt­an er gjör­sam­lega óviðráðan­leg. Eins og t.d. í Na­polí,“ seg­ir Páll að lok­um.

Páll Einarsson jarðeðlisfræðingur segir að menn eigi að láta skynsemina …
Páll Ein­ars­son jarðeðlis­fræðing­ur seg­ir að menn eigi að láta skyn­sem­ina ráða för. mbl.is/Ó​mar
Eldgos í Grímsvötnum árið 2004.
Eld­gos í Grím­svötn­um árið 2004. mbl.is/​RAX
Frá gosinu í Grímsvötnum árið 2004.
Frá gos­inu í Grím­svötn­um árið 2004. mbl.is/​RAX
Vel er fylgst með Heklu sem hefur verið að þenjast …
Vel er fylgst með Heklu sem hef­ur verið að þenj­ast út frá ár­inu 2000. mbl.is/ÞÖ​K
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert