Útlit er fyrir að eigendur flestra þeirra bíla sem skemmdust í snjóhruni við Arahóla í gær muni ekki fá tjónið bætt séu bílarnir ekki kaskótryggðir þar sem trygging húsfélagsins nær ekki til slíkra tjóna. Íbúi sem lenti í miklu tjóni hvetur húsfélög til að kanna ástand slíkra mála hjá eignum sínum.
Kristinn Eiðsson, íbúi í Arahólum 4, hefur búið í blokkinni í eitt ár og vissi ekki til þess að slíkt hefði komið upp áður og er ósáttur við að ekki hafi verið búið að grípa til viðeigandi ráðstafana til að koma í veg fyrir slík tjón. Hann hvetur húsfélög til að setja upp þakvarnir til að koma í veg fyrir slík atvik á lóðunum.