Lúti „þjóðarviljanum“

Frá fundi stjórnlagaráðs.
Frá fundi stjórnlagaráðs. mbl.is/Golli

„Stjórnarskráin verður aldrei skrifuð nákvæmlega samkvæmt ýtrasta vilja einhverra tiltekinna fárra einstaklinga,“ segir Steingrímur J. Sigfússon, formaður VG, aðspurður hvort gagnrýni fræðimanna og forseta á tillögur stjórnlagaráðs gefi tilefni til að endurskoða frumvarpið.

Framundan sé lokaumferð þingsins þar sem ágreiningsatriði verði einangruð og brugðist við þeim. Ekki sé um annað að ræða en að halda stjórnarskrármálinu áfram og fara þannig að „þjóðarviljanum“.

Tilefnið er hörð gagnrýni forseta Íslands og þau ummæli hans að leita þurfi víðtæks samráðs um breytingar á stjórnarskrá. Í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag tekur Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokks, tekur undir orð forsetans og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, segir brýnt að ná samstöðu í málinu.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert