Sólskinsmet fyrir sunnan og norðan

Veðurblíðu notið við Austurvöll.
Veðurblíðu notið við Austurvöll. mbl.is

Árið 2012 var sérlega sólríkt bæði suðvestanlands og á Norðurlandi. Sólskinsstundir mældust um 1585 í Reykjavík á árinu og hafa aðeins einu sinni mælst fleiri, árið 1924.

Á Akureyri mældust sólskinsstundirnar 1415 og hafa aldrei mælst fleiri á einu ári. Þetta er reyndar nærri 140 stundum meira en mest hefur mælst á einu ári áður á Akureyri. Þó eignaðist árið ekkert mánaðarmet sólskinsstunda.

Í bráðabirgðayfirliti Trausta Jónssonar veðurfræðings kemur fram að tíð hafi lengst af verið hagstæð í fyrra. Árið var mjög hlýtt, sérstaklega um landið vestanvert og var það sjöunda hlýjasta frá upphafi mælinga í Stykkishólmi, í 11. sæti í Bolungarvík, því 13. í Stykkishólmi og 14. í Vestmannaeyjum.

Í umfjöllun um yfirlit Trausta í Morgunblaðinu í dag kemur fram, að í Reykjavík er árið það 17. í óslitinni röð ára þar sem árshitinn er yfir meðallagi og það 14. á Akureyri.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert