Þjófar úrskurðaðir í farbann

Mennirnir stálu meðal annars úr verslunum.
Mennirnir stálu meðal annars úr verslunum. Rax / Ragnar Axelsson

Héraðsdómur Reykjavíkur hefur samþykkt kröfu lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu um að tveir karlmenn sem handteknir voru 18. desember sl. sæti farbanni til 31. janúar nk. en gæsluvarðhald rann út í dag yfir þremur mönnum. Ekki var krafist farbanns yfir þeim þriðja, þar sem hann er búsettur hér.

Mennirnir tveir sem sæta farbanni komu til landsins 14. desember og áttu bókað far aftur til Póllands 20. desember. Þeir hafa áður komið til landsins í svo stutta stund og voru þá einnig handteknir fyrir auðgunarbrot. Þá hefur Útlendingastofnun tekið til meðferðar brottvísunarferli gagnvart mönnunum tveimur.

Þriðji maðurinn er talinn tengjast hinum tveimur og er grunaður um aðild að innbrotum í nóvember og sendingu þýfis til Póllands í sama mánuði. Ljóst þykir að mikil verðmæti eru í húfi í málinu.

Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu miðar rannsókn vel og er stefnt að því að gefa út ákæru í málinu fyrir lok mánaðar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert