Flugdólgnum fylgt á sjúkrahús

Myndin sem birtist á samfélagsmiðlinum Reddit.
Myndin sem birtist á samfélagsmiðlinum Reddit. Ljósmynd/Reddit

Farþega, sem gekk berserksgang í flugvél Icelandair á leið til New York í gærkvöldi, var að loknum yfirheyrslum í Bandaríkjunum fylgt á sjúkrahús samkvæmt heimildum mbl.is en hann hafði drukkið mikið af áfengi um borð í flugvélinni samkvæmt lýsingum farþega á samfélagsmiðlinum Reddit. Ekki er búist við að hann verði ákærður fyrir athæfið.

Maðurinn hóf ólætin þegar um tvær klukkustundir voru eftir af fluginu, eins og mbl.is fjallaði um fyrr í dag en að sögn Guðjóns Arngrímssonar, upplýsingafulltrúa Icelandair, sýndi farþeginn hættulega framkomu, sló til farþega og hrækti ítrekað á þá og flugáhöfn. Í kjölfarið var hann yfirbugaður og bundinn niður af öryggisástæðum en mynd af honum bundnum var birt á netinu af einum af farþegum flugvélarinnar.

„Slík bönd eru hluti af öryggisbúnaði um borð í öllum vélunum okkar til þess að bregðast við svona aðstæðum. Þegar svona gerist er viðkomandi einstaklingur síðan vaktaður allan tímann,“ segir Guðjón.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert