Flugdólgsins er víða getið

Maðurinn, sem er 46 ára gamall íslenskur ríkisborgari sýndi hættulega …
Maðurinn, sem er 46 ára gamall íslenskur ríkisborgari sýndi hættulega framkomu og sló til farþega og áhafnar og hrækti á fólk. Ljósmynd/Reddit

Flugdólgsins, sem lét öllum illum látum í flugvél Icelandair á leið til New York í gær, er getið í fjölmiðlum víða um heim. Með flestum fréttunum birtist mynd af manninum þar sem hann er reyrður niður með límbandi.

Maðurinn, sem er 46 ára gamall íslenskur ríkisborgari, sýndi hættulega framkomu um borð í vélinni, sló til farþega og áhafnar og hrækti á fólk.

Atviksins er meðal annars getið á vefsíðu bandarísku fréttastöðvarinnar CBS og þar er haft eftir einum farþeganna að maðurinn hafi drukkið talsvert magn af áfengi sem hann hafði haft með sér um borð, síðan hafi hann reynt að kyrkja konu sem sagt við hlið hans og hrópað að vélin væri að hrapa.

Í frétt The New York Post segir að ákveðið hafi verið að ákæra manninn ekki vegna þess að farþegar hafi verið ófúsir til að lýsa atburðarásinni fyrir yfirvöldum. Þá er sagt frá málinu á fréttavef Fox undir fyrirsögninni: Drukkinn farþegi festur með límbandi við flugsæti.

Atvikið er einnig tilefni umræðna á ýmsum samskipta- og spjallsíðum víða um heim.

Samkvæmt upplýsingum frá Ron Marsico, upplýsingafulltrúa á JFK-flugvellinum í New York, verður maðurinn ekki ákærður og fær hann að fara frjáls ferða sinna þegar hann verður útskrifaður af sjúkrahúsi, en þangað var honum fylgt  eftir lendingu vélarinnar. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert