Algjörlega rangt að segja að þjóðarvilji hafi birst í málinu

Sigurður Líndal, prófessor.
Sigurður Líndal, prófessor. mbl.is/Árni Sæberg

„Ef ráðherrann er að vísa til þjóðaratkvæðagreiðslunnar í haust þar sem tæplega 49% landsmanna tóku þátt – og þar sem 64,2% lýstu sig fylgjandi tillögum stjórnlagaráðs – þá er algjörlega rangt að ræða um að þjóðarvilji hafi birst í málinu.

Þetta er lítill minnihluti atkvæðisbærra manna. Hvernig í ósköpunum getur kosningin birt þjóðarvilja þegar helmingur kjósenda lætur hana lönd og leið?“

Þannig svarar Sigurður Líndal, prófessor emeritus í lögfræði við Háskóla Íslands, í tilefni af þeim ummælum Steingríms J. Sigfússonar, formanns VG, að Alþingi þurfi að afgreiða tillögur stjórnlagaráðs, enda hafi „þjóðarviljinn“ birst í málinu.

„Það er ekki um annað að ræða en að fara að honum,“ sagði Steingrímur um þjóðarviljann í samtali við Morgunblaðið í gær. Sigurður gagnrýnir þennan málflutning í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert