Stofni þá nýjan umhverfisflokk

Guðmundur Hörður Guðmundsson, formaður Landsverndar.
Guðmundur Hörður Guðmundsson, formaður Landsverndar. mbl.is

„Ef það er ekki til stjórn­mála­flokk­ur í land­inu sem er and­snú­inn olíu­leit hlýt­ur að vera pláss fyr­ir einn flokk í viðbót,“ seg­ir Guðmund­ur Hörður Guðmunds­son, formaður Land­vernd­ar, og gagn­rýn­ir ol­íu­stefnu Stein­gríms J. Sig­fús­son­ar, for­manns VG.

Eins og komið hef­ur fram voru samn­ing­ar um olíu­leit á Dreka­svæðinu und­ir­ritaðir í dag að ol­íu­málaráðherra Nor­egs viðstödd­um. Hef­ur Stein­grím­ur fagnað því skrefi en hvatt til þess að var­lega sé farið í fram­hald­inu.

„Það er kom­inn meiri al­vöru­blær á þetta en áður. Það sem ég tel mik­il­væg­ast er að í gegn­um sam­starfið við Nor­eg fáum við aðgang að þeirra miklu reynslu og þekk­ingu á þessu sviði, ekki síst á sviði um­hverf­is- og ör­ygg­is­mála. Við verðum að stíga var­lega til jarðar í þeim efn­um og stend­ur ekk­ert annað til,“ sagði Stein­grím­ur í sam­tali við Morg­un­blaðið í dag.

Fjöl­miðlarn­ir hafi brugðist

Guðmund­ur Hörður tel­ur fjöl­miðla ekki hafa staðið sig sem skyldi í að fjalla um báðar hliðar fyr­ir­hugaðrar olíu­leit­ar á Dreka­svæðinu.

„Umræðan hefði mátt vera meiri. Hér er á ferðinni stór­mál. Um­fjöll­un­in hef­ur verið afar ein­hliða, sér­stak­lega af hálfu Kristjáns Más Unn­ars­son­ar, frétta­stjóra Stöðvar 2, sem hef­ur staðið í stór­felld­um áróðri fyr­ir þess­ari olíu­vinnslu. Nær eng­in umræða hef­ur farið fram á vett­vangi stjórn­mál­anna. Eft­ir því sem ég best veit hef­ur aðeins einn stjórn­mála­maður lagt í að and­mæla þess­ari leit,“ seg­ir Guðmund­ur Hörður og á við Kol­brúnu Hall­dórs­dótt­ur, fyrr­ver­andi um­hverf­is­ráðherra.

En Kristján Már spurði Kol­brúnu hvort hún styddi olíu­vinnslu á Dreka­svæðinu í sjón­varps­viðtali nokkr­um dög­um fyr­ir alþing­is­kosn­ing­arn­ar 2009. Var viðtalið um­deilt meðal stuðnings­manna VG.

Guðmund­ur Hörður bend­ir á að olíu­vinnsla á Dreka­svæðinu geti haft marg­vís­leg um­hverf­is­leg áhrif. Olía geti lekið í hafið, svo ekki sé minnst á lofts­lags­áhrif­in af vinnsl­unni.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert