Loðna ekki fundist austan toglínu

Fjöldi loðnuskipa er nú norður af landinu í loðnuleit. Myndin …
Fjöldi loðnuskipa er nú norður af landinu í loðnuleit. Myndin er þó tekin við Vestmannaeyjar og er úr safni. mbl.is/Rax

„Hún var aðeins í nótt hérna vestar. Við erum að keyra austur fyrir að leita. Skipin eru öll að leita og enginn veitt neitt, svo ég viti til,“ segir Gunnar Björn Tryggvason, stýrimaður á Lundey NS-14 sem er fyrir norðan land í samfloti með öðrum loðnuskipum í leit að loðnu til veiða.

Fjöldi loðnuskipa er nú norðan við landið, út af Melrakkasléttu, í leit að loðnu. Mbl.is hafði samband við tvö skip þar sem þær fregnir fengust að beðið væri eftir að loðnan fyndist fyrir austan svokallaða toglínu.

„Hún er ekki komin á togsvæðið. Að minnsta kosti hefur ekki fundist neitt þarna austar þar sem það má vera með trollin,“ sagði Gunnar Björn og bætti við: „Skipin eru öll hérna norður af Langanesinu að leita.“

Hér má sjá hvar skipin halda sig norður af Melrakkasléttu.
Hér má sjá hvar skipin halda sig norður af Melrakkasléttu. Marine Traffic.com
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert