Þingfest gegn Lárusi og Jóni Ásgeiri á morgun

Lárus Welding, fyrrverandi bankastjóri Glitnis.
Lárus Welding, fyrrverandi bankastjóri Glitnis. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Ákæra gegn Lárusi Welding, Jóni Ásgeiri Jóhannessyni og tveimur öðrum fyrrverandi starfsmönnum Glitnis verður þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur í fyrramálið. Um er að ræða svokallað Aurum-mál.

Ákæra var gefin út á hendur þeim um miðjan síðasta mánuð fyrir umboðssvik sem eru sögð hafa átt sér stað þegar Glitnir veitti félaginu FS38 sex milljarða króna lán til kaupa á félaginu Aurum Holding.

Þetta er annað málið sem rekið er gegn Lárusi Welding fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur. 

Lárus, sem er fyrrverandi bankastjóri Glitnis, hlaut níu mánaða fangelsisdóm í Vafningsmálinu svokallaða í lok síðasta árs. Þar af voru þrír mánuðir óskilorðsbundnir. 

Ítarleg fréttaskýring Egils Ólafssonar um Aurum-málið

Jón Ásgeir Jóhannesson.
Jón Ásgeir Jóhannesson. mbl.is/Ómar
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert