Flugdólgurinn er frjáls ferða sinna

Ein af flugvélum Icelandair.
Ein af flugvélum Icelandair.

Maðurinn, sem binda þurfti niður í flugvél Icelandair á leiðinni til New York síðastliðinn fimmtudag sökum óláta, var útskrifaður af sjúkrahúsi í Queens í New York í gær og er nú frjáls ferða sinna. 

Mikið hefur verið fjallað um málið í erlendum fjölmiðlum og greinir The New York Post  frá því í dag að ættingjar mannsins séu miður sín vegna hegðunar hans. 

„Honum þykir sopinn góður, en þessi hegðun hefur fengið fjölskylduna til að klóra sér í höfðinu,“ er haft eftir einum ættingja hans. „Hann er ekki ofbeldismaður. Þetta er ekki venjuleg hegðun hjá honum og ég vona að það sé í lagi með hann.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert