Karlmaður á sjötugsaldri hefur játað að hafa framið tugi kynferðisbrota á nærri fimmtíu árum. Maðurinn sem starfaði fyrir kirkjur, vistheimili og líknarfélög hefur aldrei þurft að svara til saka fyrir brot sín.
Þetta kom fram í sjónvarpsfréttum Ríkisútvarpsins í kvöld. Þar sagði að fyrningarreglur og aðgerðaleysi hefði orðið til þess að maðurinn hefði getað haldið brotum áfram óáreittur.
Einnig sagði að margsinnis í gegnum árin hefði komist upp um brot mannsins. Árið 2007 hefði hann játað hjá lögreglu brot gegn þremur drengjum á Kumbaravogi eftir að einn þeirra kærði hann. Brotin voru hins vegar fyrnd.