Skjálftavirkni með minnsta móti

Skjálftavirknin í síðustu viku.
Skjálftavirknin í síðustu viku. Mynd/Veðurstofa Íslands

Jarðskjálftavirkni á landinu var með minnsta móti í síðustu viku. Um 120 skjálftar mældust, sá stærsti 2,3 stig þann 3. janúar, 19,7 km NNA af Siglufirði. Skjálftavirkni er enn nokkur við Eyjafjarðarál en einnig var virknin norður af Grímsey og á Reykjaneshrygg. Virknin í Mýrdalsjökli var hins vegar með minnsta móti eða tæplega 20 skjálftar.

Þetta kemur fram á vefsvæði Veðurstofu Íslands. Þar segir að lítil virkni hafi verið á Suðurlandi og mældust innan við 20 skjálftar, þeir stærstu um 1,3 að stærð.

Minna en 20 skjálftar mældust á Reykjanesinu. Mest var virkni við Húsmúla og lítil hrina var á Reykjaneshrygg þegar 9 skjálftar mældust, flestir af þeim um 2 að stærð. Sá stærsti mældist 2,2 að stærð og varð um kl. 16:16 þann 3. Janúar, 0.3 km, VNV af Geirfuglaskeri á Reykjaneshrygg.

Mest var virknin á Norðurlandi í vikunni. Enn er virkni við Eyjafjarðarál þar varð stærsti skjálfti vikunnar. Einnig var nokkur virkni um 10 km NA af Grímsey. Stærsti skjálftinn þar mældist 2,3 að stærð og varð kl 23:05 þann 31. desember um 9,8 km NNA af Grímsey.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert