Góð sala mjólkur-afurða og greiðslumarkið aukið

Daníel Magnússon í Akbraut með kúm sínum.
Daníel Magnússon í Akbraut með kúm sínum. mbl.is/Helgi

Kúabændur geta framleitt 1,5 milljónum lítra meira af mjólk á þessu ári en í fyrra gegn fullri greiðslu.

Fyrir jól samþykkti atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið reglugerð þar sem ákveðið var að greiðslumark mjólkur á þessu ári yrði 116 milljónir lítra sem er aukning um 1,5 milljónir lítra frá árinu 2012.

Sigurður Loftsson, formaður Landssambands kúabænda, segir í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag, að það hafi verið mjög góðar forsendur til þess að hækka greiðslumarkið enda stefni í áframhaldandi góða sölu mjólkurafurða.

mbl.is/Eggert
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert