Hafna efnisbreytingum á frumvarpi stjórnlagaráðs

Þingflokkur Hreyfingarinnar.
Þingflokkur Hreyfingarinnar. Morgunblaðið/Ómar

Hreyf­ing­in vill ekki að gerðar verði efn­is­breyt­ing­ar á frum­varpi stjórn­lagaráðs. Í yf­ir­lýs­ingu frá flokkn­um seg­ir að það sé „ekki hlut­verk þing­manna eða emb­ætt­is­manna að breyta frum­varp­inu, held­ur að standa kirfi­lega með vilja þjóðar­inn­ar.“

Í yf­ir­lýs­ing­unni er minnt á að unnið hafi verið að gerð nýrr­ar stjórn­ar­skrár í opnu og lýðræðis­legu ferli í tvö og hálft ár. Yf­ir­gnæf­andi meiri­hluti þjóðar­inn­ar hafi í þjóðar­at­kvæðagreiðslu 20. októ­ber sl. lýst þeim vilja að frum­varp stjórn­lagaráðs verði grunn­ur­inn að nýrri stjórn­ar­skrá. „Það er því afar mik­il­vægt að þingið gang­ist við því lýðræðis­lega ferli sem það sjálft samþykkti sam­hljóða 16. júní 2010 og standi að baki frum­varpi stjórn­lagaráðs.“

Í yf­ir­lýs­ing­unni, sem Birgitta Jóns­dótt­ir sendi fyr­ir hönd Hreyf­ing­ar­inn­ar, seg­ir að flokk­ur­inn sé mót­fall­inn efn­is­breyt­ing­um á frum­varpi stjórn­lagaráðs. „Þær efn­is­breyt­ing­ar sem þegar hafa verið gerðar á frum­varpi stjórn­lagaráðs í meðferð svo­kallaðs lög­fræðinga­hóps þurfa að ganga til baka. Það er á valdi og á ábyrgð meiri­hluta stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd­ar Alþing­is að sjá til þess að fyrra inn­tak kom­ist aft­ur inn í frum­varpið í meðför­um nefnd­ar­inn­ar.

Breyt­ing­ar­til­lög­ur kunna líka að verða lagðar fram við umræðu í þing­inu. Það er þá á ábyrgð meiri­hluta þings­ins að samþykkja ekki efn­is­breyt­ing­ar á frum­varpi stjórn­lagaráðs.

Ný stjórn­ar­skrá var krafa í kjöl­far hruns­ins. Nýj­ar leik­regl­ur fyr­ir hand­hafa al­manna­valds eru nauðsyn­leg­ar. Þjóðfund­ur þúsund Íslend­inga lagði fyrst lín­urn­ar og stjórn­laga­nefnd tók sam­an. Stjórn­lagaráð samdi því næst frum­varp að stjórn­ar­skrá í opnu ferli með þjóðinni og samþykkti sam­hljóða. Í þjóðar­at­kvæðagreiðslunni 20. októ­ber kom svo í ljós að vilji mik­ils meiri­hluta kjós­enda er sá að ný stjórn­ar­skrá skuli grund­völluð á frum­varpi stjórn­lagaráðs. Það er því ekki hlut­verk þing­manna eða emb­ætt­is­manna að breyta frum­varp­inu, held­ur að standa kirfi­lega með vilja þjóðar­inn­ar.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka