Ólafur Þ. Harðarson, prófessor í stjórnmálafræði og forseti félagsvísindadeildar Háskóla Íslands segir að við endurskoðun íslensku stjórnarskrárinnar sé eitt mikilvægasta verkefnið að jafnavægi atkvæða. Þetta kom fram í máli Ólafs á fundi eftirlits og stjórnskipunarnefndar Alþingis í morgun.
Á fundinum í morgun ræddi Ólafur efni 39 gr. í frumvarpi stjórnlagaráðs. Hann tók fram að í skýrslu ÖSE um kosningarnar hér á landi árið 2009 sé hnýtt sérstaklega í vægi atkvæða. Einnig komi þar fram að nauðsyn sé að endurskoða lagagreinar um dreifingu þingsæta og vægi atkvæða. Þá velti Ólafur upp því álitamáli hvort ætti að fastsetja ákvæði um kosningakerfi í stjórnarskrá eða hvort ætti að láta löggjafanum eftir að setja nánari ramma um kosningakerfið.
Ólafur segir vel hægt að jafna vægi atkvæða að miklu marki án þess að breyta landinu í eitt kjördæmi.