Olíufélögin sýknuð

Héraðsdóm­ur Reykja­vík­ur hef­ur sýknað Olíu­verzl­un Íslands hf., Skelj­ung hf. og Ker hf. af kröf­um ís­lenska rík­is­ins sem fór fram á skaðabæt­ur vegna olíu­sam­ráðs. Rík­inu er sam­tals gert að greiða fé­lög­un­um 4,6 millj­ón­ir í máls­kostnað.

Um er að ræða tvö skaðabóta­mál sem voru tek­in fyr­ir í héraðsdómi í nóv­em­ber. Ann­ars veg­ar er um að ræða mál ís­lenska rík­is­ins gegn Olíu­verzl­un Íslands og Skelj­ungi vegna ólög­mæts sam­ráðs í olíu­viðskipt­um Land­helg­is­gæslu Íslands og dóms­málaráðuneyt­is­ins. Olíu­fé­lög­in voru sýknuð og er rík­inu gert að greiða hvoru fyr­ir­tæki um sig 800 þúsund kr. í máls­kostnað.

Í hinu mál­inu fór ríkið fram á skaðabæt­ur gegn Keri, Olís og Skelj­ungi hf. vegna ólög­mæts sam­ráðs í viðskipt­um Vega­gerðar­inn­ar. Fyr­ir­tæk­in þrjú voru sýknuð í héraðsdómi og skal ríkið greiða hverju um sig eina millj­ón kr. í máls­kostnað.

Bæði mál­in fjalla um sam­ráð sem olíu­fé­lög­in höfðu með sér í útboði árið 1996.

Skaðabóta­kröf­ur ís­lenska rík­is­ins á hend­ur Keri, Olíu­versl­un Íslands og Skelj­ungi námu sam­tals 24,6 millj­ón­um króna og skaðabóta­kröf­ur rík­is­ins á hend­ur Olíu­versl­un Íslands og Skelj­ungi námu 39,9 millj­ón­um króna.

Ekki ligg­ur fyr­ir hvort mál­inu verður áfrýjað.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert