Vill áfram leyfa umferð bíla í Heiðmörk

Skógræktarfélag Reykjavíkur er með viðamikla starfsemi í Heiðmörk.
Skógræktarfélag Reykjavíkur er með viðamikla starfsemi í Heiðmörk. mbl.is/RAX

Skóg­rækt­ar­fé­lag Reykja­vík­ur er mjög ósátt við að ákveðið hafi verið að leggja til hliðar til­lögu um deili­skipu­lag fyr­ir Heiðmörk. Ekki megi verða frek­ari taf­ir á af­greiðslu til­lög­unn­ar. Fé­lagið mót­mæl­ir því einnig, sem kem­ur fram í um­sögn Orku­veit­unn­ar, að efna­meng­un geti stafað frá skóg­rækt.

Eins og kom fram í frétt mbl.is fyrr í dag hef­ur skipu­lags­ráð borg­ar­inn­ar ákveðið að leggja til hliðar til­lögu að deili­skipu­lagi fyr­ir Heiðmörk. Í til­lög­unni er m.a. gert ráð fyr­ir að mal­bika alla ak­vegi í Heiðmörk og jafn­framt er reiknað með að um­ferð um svæðið auk­ist. Orku­veit­an mót­mæl­ir þessu og vill tak­marka um­ferð bíla og hesta um Heiðmörk vegna vatns­vernd­ar­sjón­ar­miða.

Skóg­rækt­ar­fé­lag Reykja­vík­ur mót­mælti harðlega vinnu­brögðum Orku­veit­unn­ar sem sendi um­sögn sína þegar um­sagn­ar­ferl­inu var að ljúka. Fé­lagið hvatti skipu­lags­ráð Reykja­vík­ur­borg­ar til að líta fram­hjá um­sögn OR við af­greiðslu skipu­lagstil­lög­unn­ar og af­greiða til­lög­un óbreytta eins og hún var aug­lýst. „Ekki mega verða frek­ari taf­ir á gerð deili­skipu­lags Heiðmerk­ur, næg­ar taf­ir hafa orðið á þeirri vinnu hingað til og brýnt að af­greiða til­lög­una svo hægt verði að standa bet­ur og skipu­leg­ar að mál­um í Heiðmörk.“

Efna­meng­un af skóg­rækt?

Í um­sögn Orku­veit­unn­ar, þar sem vikið er að efna­meng­un, er skóg­rækt nefnd sem áhættuþátt­ur og liðnum gef­in ein­kunn­in 7. Þessu mót­mæl­ir Skóg­rækt­ar­fé­lagið. „Rann­sókn­ir vís­inda­manna hafa sýnt fram á að skóg­rækt, jafnt hér­lend­is sem er­lend­is, dreg­ur úr hættu á efna­meng­un vatns. Verða gæði neyslu­vatns mun betri þar sem skóg­ur hef­ur verið ræktaður en á illa grónu og rofnu landi. Skóg­ur hæg­ir á yf­ir­borðsflæði vatns, dreg­ur úr flóðahættu og miðlar hreinu vatni til vatns­bóla. Um leið bæt­ir skóg­ur lífs­skil­yrði í ám og vötn­um með tempr­andi áhrif­um sín­um og með því að vera fæðuupp­spretta fyr­ir vatna­líf­ver­ur. Ein­hver besta trygg­ing fyr­ir fram­leiðslu­mikl­um vatna­vist­kerf­um, minni flóðahættu og háum vatns­gæðum er að vatna­svið séu að veru­legu leyti skógi vax­in. Það vek­ur at­hygli að Orku­veit­an var sjálf aðili að rann­sókn­un­um sem leiddi af sér þær niður­stöður, að trjá­gróður dragi úr efna­meng­un. Að snúa blaðinu við nú eyk­ur ekki traust á um­sögn og vinnu­brögðum OR.“

Tel­ur að áfram eigi að leyfa bíl­um­ferð um Heiðmörk

Skóg­rækt­ar­fé­lagið ósam­mála þeirri af­stöðu OR að tak­marka eigi bílaum­ferð um Heiðmörk og koma í veg fyr­ir að hægt sé að aka í gegn­um svæðið. „Minnt skal á, að Heiðmörk er fjöl­sótt­asta úti­vist­ar­svæði höfuðborg­ar­búa skv. könn­un­um og nem­ur virði Heiðmerk­ur til úti­vist­ar marg­földu virði vatns­bóla í Heiðmörk. Slík­ar höml­ur á aðgengi al­menn­ings að Heiðmörk myndu  einnig mis­muna íbú­um gróf­lega, því börn, eldri borg­ar­ar og ör­yrkj­ar munu illa geta nýtt sér mörk­ina til nátt­úru­skoðunar, úti­vist­ar og heilsu­bót­ar, ef þeim verður meinað að aka þangað inn í bíl. Skóg­rækt­ar­fé­lag Reykja­vík­ur hef­ur enda ekki upp­lýs­ing­ar um að bílaum­ferð í Heiðmörk hafi valdið meng­un í vatns­ból­um frá því að stofnað var til úti­vist­ar­svæðis­ins 1950.  Okk­ur sýn­ist því um­sögn­in vera mark­leysa, sem fel­ur í sér ólög­lega mis­mun­un.“

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka