Erfiðu kaflarnir ekki skiptimynt

Ragnheiður Elín Árnadóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Ragnheiður Elín Árnadóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. mbl.is/Golli

„Þetta kem­ur ekki á óvart og renn­ir enn frek­ari stoðum und­ir þá skoðun að það eina skyn­sam­lega í stöðunni sé að leggja þetta mál til hliðar,“ seg­ir Ragn­heiður Elín Árna­dótt­ir, þingmaður Sjálf­stæðis­flokks­ins og full­trúi í ut­an­rík­is­mála­nefnd Alþing­is, í sam­tali við mbl.is.

Eins og mbl.is fjallaði um fyrr í dag var ákveðið lík­lega ein­hvern tím­ann á síðasta ári að taka erfiðustu kafl­ana svo­nefnda í viðræðum um inn­göngu Íslands í Evr­ópu­sam­bandið, um sjáv­ar­út­vegs og land­búnaðar­mál, ekki fyr­ir fyrr en í lok viðræðnanna sem gæti orðið í lok þessa árs.

„Nú er verið að ýta erfiðu köfl­un­um fram í lok­in á viðræðunum. Hvers vegna er verið að gera það? Til þess að Evr­ópu­sam­bandið geti komið á allri sinni aðlög­un með til­heyr­andi IPA-styrkj­um og öðru til þess að reyna að hafa áhrif á skoðanir fólks? Fyr­ir mér eru þess­ir erfiðustu kafl­ar ekki skipti­mynt. Fyr­ir mér eru þeir grund­vall­ar­atriði og það er eins gott að taka þá fyr­ir strax og sjá hvað kem­ur út úr því eða bara sleppa þessu,“ seg­ir Ragn­heiður.

Gunn­ar Bragi Sveins­son, þing­flokks­formaður Fram­sókn­ar­flokks­ins, seg­ir það mjög skrítið ef ís­lensk­ir ráðamenn hafa gert ein­hvers kon­ar sam­komu­lag við Evr­ópu­samabndið um að geyma mik­il­væg­ustu kafl­ana, sjáv­ar­út­vegs- og land­búnaðar­mál­in, þar til síðast.

„Er það þá ekki gert til þess að leiða okk­ur lengra og lengra inn í aðlög­un­ar­ferliðí von um að erfiðara verði fyr­ir okk­ur að snúa til baka og nota sjáv­ar­út­vegs- og land­búnaðar­mál­in sem ein­hvers kon­ar gul­rót í því sam­bandi?“ spyr Gunn­ar.

Gunnar Bragi Sveinsson, þingflokksformaður Framsóknarflokksins.
Gunn­ar Bragi Sveins­son, þing­flokks­formaður Fram­sókn­ar­flokks­ins. mbl.is/Ó​mar Óskars­son
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert