„Vandinn liggur í meingölluðu réttarríki“

Sóley Tómasdóttir
Sóley Tómasdóttir Eggert Jóhannesson

Borg­ar­full­trú­inn Sól­ey Tóm­as­dótt­ir seg­ir á vefsvæðinu Knúz að hún búi yfir upplýs­ing­um um mann sem teng­ist barn­a­starfi og borg­ar­kerf­inu sem kærður var til lög­reglu vegna til­raun­ar til að brjóta gegn barni kyn­ferðis­lega. Lög­regla sendi málið til sak­sókn­ara sem felldi það niður.

„Ég er sem sagt með upp­lýs­ing­ar um nafn þessa manns og stöðu og frá­sögn af því sem hann á að hafa gert en ég er líka með bréf frá sak­sókn­ara um að málið hafi verið fellt niður vegna skorts á sönn­un­um þótt í því standi líka að lík­legt sé að eitt­hvað hafi gerst um­rædda nótt.

Hvað á ég að gera við upp­lýs­ing­ar sem þess­ar?“

Sól­ey seg­ist geta op­in­berað upp­lýs­ing­arn­ar og nafn­greint mann­inn. „Þá myndi ein­hver segja að ég sé að brjóta gegn grund­vall­ar­reglu rétt­ar­rík­is­ins og láta sam­fé­lagið um fram­haldið (eða að „taka mann­inn af lífi án dóms og laga“), þótt auðvitað skuli maður­inn telj­ast sak­laus gagn­vart yf­ir­völd­um uns sekt hans er sönnuð.“

Hún geti einnig haft sam­band við þá sem tengj­ast mann­in­um og farið fram á hann verði lát­inn fara. Þá verði þá gert en hann hafi mögu­leika á að leita í annað starf í tengsl­um við börn.

Þá geti hún látið sem ekk­ert sé og treyst rétt­ar­kerf­inu.

„Það á ekki að vera á valdi ein­stak­linga að velja milli þeirra vondu kosta sem ég stend frammi fyr­ir núna. Sam­fé­lagið á að taka á kyn­ferðisaf­brot­um af mynd­ug­leika, það á að verja börn gegn hvers kyns of­beldi og koma hönd­um yfir gerend­urna. Sam­fé­lag sem ekki ger­ir það er sam­fé­lag sem leyf­ir of­beldi að grass­era og hvet­ur bæði til þögg­un­ar og mann­orðsmorða, því gerend­ur eru sjald­an dæmd­ir sek­ir. Vand­inn ligg­ur í mein­gölluðu rétt­ar­ríki sem tek­ur ekki á þess­um mál­um.“

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert