Staðsetning sýslumanna og lögreglustjóra ákveðin síðar

Sýslumenn og lögreglustjórar.
Sýslumenn og lögreglustjórar. mbl.is

Þótt frum­vörp um fækk­un sýslu­manna og lög­reglu­stjóra séu óaf­greidd á Alþingi er í raun farið að und­ir­búa fækk­un sýslu­manna.

Þannig gegn­ir sýslumaður­inn í Kópa­vogi jafn­framt embætt­inu í Hafnar­f­irði og sýslumaður­inn á Ísaf­irði er sýslumaður á Pat­reks­firði. Frá og með næstu mánaðamót­um mun sýslumaður­inn á Blönduósi stýra embætt­inu á Sauðár­króki.

Í frétta­skýr­ingu um þessi mál í Morg­un­blaðinu í dag seg­ir, að stjórn­sýsla rík­is­ins í héraði hef­ur verið í gerj­un í mörg ár. Mest­ar breyt­ing­ar hafa orðið á lög­reglu­mál­um þar sem ákveðnum sýslu­mönn­um hef­ur verið falið að ann­ast lög­reglu­stjórn á stærri svæðum og fara með rann­sókn mála á enn stærri svæðum.

Í frum­vörp­un­um sem liggja fyr­ir Alþingi er gert ráð fyr­ir að 8 sýslu­menn verði í land­inu í stað 24 og 8 lög­reglu­stjór­ar í stað 15. Þótt um­dæm­a­mörk verði ekki ákveðin í lög­un­um vísa heiti embætt­anna til gömlu kjör­dæm­a­mark­anna nema hvað höfuðborg­ar­svæðið verður eitt.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka