„Þetta er fullkomlega óásættanlegt“

Jón Bjarnason alþingismaður.
Jón Bjarnason alþingismaður. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

„Þetta er auðvitað full­kom­lega óá­sætt­an­legt og geng­ur þvert á þær kröf­ur sem sett­ar voru fram af hálfu vinstri-grænna og mér sem ráðherra að gengið yrði fyrst eft­ir svör­um frá Evr­ópu­sam­band­inu um þær grund­vall­ar­spurn­ing­ar hvort veitt­ar yrðu var­an­leg­ar und­anþágur frá reglu­verki sam­bands­ins til að mynda fyr­ir sjáv­ar­út­veg og land­búnað.“

Þetta seg­ir Jón Bjarna­son, þingmaður Vinstri­hreyf­ing­ar­inn­ar - græns fram­boðs og fyrr­ver­andi sjáv­ar­út­vegs- og land­búnaðarráðherra, en eins og mbl.is fjallaði um fyrr í dag hef­ur ákvörðun verið tek­in ein­hvern tím­ann á síðasta ári um að erfiðustu kafl­arn­ir svo­nefnd­ir í viðræðunum um inn­göngu Íslands í Evr­ópu­sam­bandið um sjáv­ar­út­vegs- og land­búnaðar­mál yrðu ekki tekn­ir fyr­ir fyrr en í lok viðræðnanna. For­ystu­menn úr röðum VG hafa ít­rekað kallað eft­ir því á kjör­tíma­bil­inu að erfiðustu kafl­arn­ir yrðu tekn­ir fyr­ir sem fyrst í viðræðunum en út­lit er fyr­ir að það verði ekki fyrr en í lok næsta árs.

Jón bend­ir á að í raun sé það Evr­ópu­sam­bandið sem ráði ferðinni þegar kem­ur að viðræðunum og hvaða kafl­ar séu tekn­ir fyr­ir og hvenær. Fyr­ir vikið hafi vænt­an­lega verið um að ræða ein­hliða ákvörðun af hálfu sam­bands­ins. „Hitt er svo annað mál að Evr­ópu­sam­bandið get­ur ekki hafa tekið slíka ákvörðun án þess að hafa í það minnsta haft sam­ráð um það við ráðamenn hér á landi og látið þá vita af þessu.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert