Miðstjórn ASÍ mótmælir ákvörðun Alþingis um skerðingu á kjörum aldraðra, öryrkja og atvinnuleitenda.
Fram kemur í ályktun miðstjórnarinnar, að þegar gengið hafi verið frá kjarasamningum 2011 hafi ríkisvaldið ætlað að hækka bætur til samræmis við hækkun lægstu launa eða um 11.000 á árunum 2012 og 2013.
„Ekki var staðið við það. Þess í stað hækkuðu bætur einungis um 5.600 kr. til 6.500 hvort árið. Frá árinu 2010 vantar alls 16-17.000 kr. á mánuði upp á að bætur almannatrygginga og atvinnuleysisbætur hækki í samræmi við hækkun lægstu launa í kjarasamningum. Þetta jafngildir tekjutapi þessara einstaklinga upp á tæplega 200 þúsund kr. árið 2013. Þessi niðurstaða er með öllu óásættanleg,“ segir í ályktuninni.