Ónothæft leiðsagnakerfi Strætó

Þar sem ekki er hægt að reiða sig á leiðsagnakerfi fyrir blinda og sjónskerta í strætisvögnum Strætó er kerfið ónothæft fyrir hópinn sem treystir á það. Þetta segir Rósa María Hjörvar, fagstjóri hjá Þjónustu- og þekkingarmiðstöð fyrir blinda, sjónskerta og daufblinda einstaklinga, sem hefur gert úttekt á kerfinu sem komið var upp fyrir nokkrum árum síðan. 

Kerfið þykir ekki áreiðanlegt þar sem oft heyrist ekki í leiðsögninni sem segir til um hvaða stoppistöð sé að nálgast og hefur fólk lent í vandræðum af þeim sökum. Rósa María segist telja að í þriðja hverjum vagni Strætó sé kerfið gagnlaust fyrir sjónskerta og blinda en málið er í athugun hjá Strætó.

Hún segir kerfið vera nauðsynlegt svo að blindir og sjónskertir geti nýtt sér kerfið og þó bílstjórar Strætó séu mjög hjálplegir segir hún að það sé ekki boðlegt að fólk þurfi að reiða sig á hjálp annarra þegar það þarf að komast á milli staða.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert