Skapi bótaskyldu

Frá einum af olíuborstöðum norska olíufélagsins Statoil.
Frá einum af olíuborstöðum norska olíufélagsins Statoil. mbl.is/Statoil

„Hins vegar er ekki loku fyrir það skotið að leyfishafar gætu krafið íslenska ríkið um endurgreiðslu rannsóknarkostnaðar verði vinnsluleyfi alfarið hafnað.“

Þetta segir Skúli Thoroddsen, lögfræðingur Orkustofnunar, spurður í Morgunblaðinu í dag hvort handhafi leyfis til rannsókna og olíuleitar á Drekasvæðinu geti krafið ríkið um bætur ef ferlið er stöðvað áður en að vinnslu kemur, þrátt fyrir að öll skilyrði hafi verið uppfyllt.

Tilefnið er þau ummæli Steingríms J. Sigfússonar, atvinnuvega- og nýsköpunarráðherra, í útvarpsþættinum Speglinumað nýútgefin sérleyfi til tveggja hópa „jafngildi ekki ákvörðun um að leyfa boranir eða vinnslu“ á Drekasvæðinu.

Í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag segir Gunnlaugur Jónsson, stjórnarformaður Kolvetna ehf., að á fyrstu stigum rannsókna sé lagt út í svonefndar tvívíðar mælingar sem kosti sem svarar 645-1.290 milljónum króna, og síðan í þrívíðar mælingar fyrir sömu upphæð. Gera það samanlagt 1.290-2.580 milljónir króna.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka