Hlutir eiga það til að hverfa úr farangri sem hefur verið innritaður í flug. Samkvæmt upplýsingum frá tryggingafélögunum Sjóvá og Vís er þó nokkuð um þjófnað úr töskum íslenskra ferðamanna eftir að þær hafa verið innritaðar. Þetta kemur fram í frétt Túrista í dag.
„Samkvæmt upplýsingum frá tryggingafélögunum Sjóvá og Vís er þó nokkuð um þjófnað úr töskum íslenskra ferðamanna eftir að þær hafa verið innritaðar. Upplýsingar um hvort þess háttar stuldur hafi aukist eða minnkað síðustu ár eru ekki til. Einnig er ekki hægt segja til um hvort þjófnaðurinn eigi sér frekar stað þegar ferðast er til og frá Íslandi eða á ferðalagi út í heimi,“ segir í frétt Túrista.