660 þúsund ferðamenn 2012

Ferðamenn rýna í landakort.
Ferðamenn rýna í landakort. mbl.is/Ómar

Fjöldi ferðamanna um Kefla­vík­ur­flug­völl og Seyðis­fjörð var tæp­lega 660 þúsund árið 2012 en um er að ræða 106 þúsund fleiri ferðamenn en árið 2011. Aukn­ing­in milli ára er því 19,2%. Þetta kem­ur fram í frétt frá Ferðamála­stofu. 

Niður­stöður liggja ekki fyr­ir frá öll­um öðrum flug­völl­um með milli­landa­flug, þ.e. fyr­ir Reykja­vík, Eg­ilsstaði og Ak­ur­eyri. Miðað við að um­ferð um þá hafi verið svipuð og árið 2011 má ætla að þær töl­ur sem nú liggja fyr­ir, þ.e. ferðamenn um Kefla­vík­ur­flug­völl og skipaf­arþegar um Seyðis­fjörð, taki til um 98% er­lendra ferðamanna sem hingað komu í fyrra.

Þar fyr­ir utan eru farþegar með skemmti­ferðaskip­um en 92 þúsund farþegar komu til Reykja­vík­ur með 81 skipi árið 2012, 46,7% fleiri en á ár­inu 2011 þegar þeir voru tæp­lega 63 þúsund tals­ins. Um 95% skemmti­ferðaskipa til lands­ins hafa viðkomu í Reykja­vík.

Fjölda­met voru sleg­in í öll­um mánuðum árs­ins á Kefla­vík­ur­flug­velli, þar sem taln­ing­ar á veg­um Ferðamála­stofu hafa verið frá ár­inu 2002. Aukn­ing milli ára fór yfir 20% sex mánuði árs­ins en hlut­falls­lega var hún mest milli ára í sept­em­ber (25,4%), mars (26,5%), des­em­ber (33,7%) og nóv­em­ber (60,9%). Ýmsar ástæður hafa verið nefnd­ar fyr­ir þess­ari aukn­ingu. Ljóst er að mik­il um­fjöll­un hef­ur verið um landið á er­lend­um vett­vangi, bæði í kjöl­far öfl­ugs markaðsstarfs og fleiri þátta, geng­isþróun hef­ur verið er­lend­um ferðamönn­um hag­stæð og fram­boð á flug­sæt­um hef­ur aldrei verið meira en á ár­inu 2012. Allt virðist þetta hafa skilað sér á já­kvæðan hátt fyr­ir ís­lenska ferðaþjón­ustu.

Þrett­án pró­sent er­lendra ferðamanna eða tæp­lega 83 þúsund tals­ins komu að vori til árið 2012, eða um 19% fleiri en árið 2011. Veru­leg aukn­ing var frá öll­um markaðssvæðum nema Norður­lönd­un­um. Þannig var 37,8% aukn­ing frá N-Am­er­íku, 26,7% frá Bretlandi, 16,1% frá Mið-/​S-Evr­ópu og 22,5% frá öðrum markaðssvæðum.  

Af ein­staka þjóðern­um voru flest­ir ferðamenn að vori til frá Bretlandi (15,4%), Banda­ríkj­un­um (14,4%), Nor­egi (10,5%), Þýskalandi (8,0%), Svíþjóð (7,4%), Dan­mörku (7,0%) og Frakklandi (5,5%) en sam­an­lagt voru þess­ar sjö þjóðir 68,2% gesta að vori til.

Tæp­lega 47% ferðamanna komu yfir sum­ar­mánuðina þrjá eða um 302 þúsund. Um var að ræða 36 þúsund fleiri ferðamenn en árið 2011 og nem­ur aukn­ing­in 13,8% milli ára.
Mið- og S-Evr­ópu­bú­ar og önn­ur markaðssvæði báru að miklu leyti uppi aukn­ingu sum­ars­ins en 12 þúsund fleiri ferðamenn komu frá Mið- og S-Evr­ópu sum­arið 2012  en í fyrra og 10.500 fleiri ferðamenn frá öðrum markaðssvæðum. Ann­ars var hlut­falls­leg aukn­ing ein­stakra markaðssvæða milli ára eft­ir­far­andi; 20,4% aukn­ing frá Bretlandi, 13,4% frá N-Am­er­íku, 12,8% frá Mið- og S-Evr­ópu, 7% frá Norður­lönd­un­um og 20,8% frá öðrum markaðssvæðum. 

Af ein­staka þjóðum voru flest­ir sum­ar­gesta árið 2012 frá Banda­ríkj­un­um (14,9%), Þýskalandi (13,8%), Frakklandi (8,3%), Bretlandi (7,3%), Nor­egi (6,1%), Dan­mörku (6,1%) og Svíþjóð (5,0%) en sam­an­lagt voru þess­ar sjö þjóðir 61,5% ferðamanna sum­arið 2012.

Sautján pró­sent er­lendra ferðamanna árið 2012 komu að hausti til eða um 110 þúsund tals­ins, 19.200 fleiri ferðamenn en haustið 2011. Aukn­ing­in nem­ur 21,3% milli ára. Hlut­falls­lega fjölgaði Bret­um mest eða um 32,6%, ferðamenn frá öðrum markaðssvæðum fylgdu þar á eft­ir með 29,9% aukn­inug, síðan komu Norður­landa­bú­ar (21,1%), Mið- og S-Erópu­bú­ar (19,9%) og að lok­um N-Am­eríkan­ar (8,2%).
 
Af ein­staka þjóðern­um voru flest­ir frá Bretlandi (14,4%), Banda­ríkj­un­um (14,3%) og Nor­egi (11,4%). Þar á eft­ir komu ferðamenn frá  Þýskalandi (8,3%), Dan­mörku (6,9%), Svíþjóð (6,2%) og Frakklandi en sam­an­lagt voru þess­ar sjö þjóðir 65,9% ferðamanna að hausti til.

Tæp­lega 153 þúsund er­lend­ir ferðamenn komu að vetr­ar­lagi árið 2012 sem er tæp­lega fjórðung­ur á árs­grunni. Um er að ræða 37 þúsund fleiri ferðamenn að vetri til en árið 2011 sem ger­ir um 32% aukn­ingu milli ára. Af ein­staka markaðssvæðum var aukn­ing­in mest frá Bretlandi eða um 61,3%. Aukn­ing frá N-Am­er­íku mæld­ist 34,4%, frá Norður­lönd­un­um 14,6%, frá Mið- og S-Evr­ópu 11,8%,  og frá þjóðum sem flokk­ast und­ir annað 32%. 

Af ein­staka þjóðum voru flest­ir vetr­ar­gest­ir frá Bretlandi (28,7%) og Banda­ríkj­un­um (14,6%). Ferðamenn frá Nor­egi (7,8%), Dan­mörku (6,0%), Þýskalandi (5,0%), Svíþjóð (4,9%) og Frakklandi (4,6%) fylgdu þar á eft­ir en sam­an­lagt voru fram­an­greind­ar sjö þjóðir 71,6% ferðamanna að vetr­ar­lagi.



Þessir erlendu ferðamenn fetuðu sig varlega eftir klakanum við Sóleyjargötu …
Þess­ir er­lendu ferðamenn fetuðu sig var­lega eft­ir klak­an­um við Sól­eyj­ar­götu í miðborg­inni um dag­inn. mbl.is
mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert